Enski boltinn

Fjórar milljónir í sekt vegna skráningarvillu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
West Ham spilar á Lundúnavellinum
West Ham spilar á Lundúnavellinum vísir/getty

Enska úrvalsdeildarliðið West Ham þarf að greiða rúmar fjórar milljónir íslenskra króna í sekt eftir að brjóta reglur enska knattspyrnusambandsins um lyfjaeftirlit.

Félagið var ákært á dögunum þar sem skráning félagsins á æfingatímum og/eða heimilisföngum leikmanna var ekki rétt þrisvar sinnum á tólf mánaða tímabili.

Eftir að félagið samþykkti ákæruna dæmdi knattspyrnusambandið Lundúnaliðið til þess að greiða 30 þúsund pund í sekt fyrir reglubrotið.

Forráðamenn West Ham vilja ítreka að brotið er vegna mistaka í skráningum í kerfi knattspyrnusambandsins og tengist ekki neinum leikmanna félagsins sérstaklega.


Tengdar fréttir

FA ákærir West Ham

Enska knattspyrnusambandið ákærði í dag enska úrvalsdeildarfélagið West Ham fyrir brot á reglum um ólöglega lyfjanotkun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.