Handbolti

Bjarki Már og félagar duttu úr bikarnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bjarki Már í baráttunni.
Bjarki Már í baráttunni. vísir/getty

Magdeburg kom í veg fyrir að þrjú af fjórum liðum í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í handbolta væru Íslendingalið með því að sigra Bjarka Má Elísson og félaga í Füchse Berlin í 8-liða úrslitum í kvöld.

Leikurinn var jafn framan af en um miðjan fyrri hálfleik komu gestirnir í Magdeburg sér upp fimm marka forystu. Heimamenn klóruðu sig til baka inn í leikinn og aðeins munaði einu marki í hálfleik, 16-17.

Füchse Berlin skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks og jafnaði leikinn. Eftir það var leikurinn járn í járn út allan hálfleikinn. Liðin skiptust á að hafa forystuna og aldrei munaði meira en tveimur mörkum á liðunum. Lokatölur urðu 29-30.

Bjarki Már komst ekki á blað fyrir Füchse. Robert Weber í liði Magdeburg fór hamförum í leiknum og skoraði 14 mörk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.