Fótbolti

Karembeu kemur með HM-bikarinn til Íslands

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Karembeu með bikarinn góða.
Karembeu með bikarinn góða.

Það styttist í að hinn eini sanni HM-bikar komi til Íslands en það verður fyrrum landsliðsmaður Frakklands, Christian Karembeu, sem kemur með bikarinn.

Sá franski þekkir það vel að lyfta bikarnum fræga enda var hann í liði Frakka sem vann HM árið 1998. Hann var einnig í franska liðinu sem vann EM tveimur árum seinna.

Bikarinn frægi er á ferð og flugi um heiminn þessar vikurnar og kemur við í 91 borg í 51 landi.

Bikarinn kemur hingað til lands þann 23. mars og verður til sýnis í Smáralindinni í tvo daga.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.