Fótbolti

Þúsundir fylgdu Astori til grafar | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér má sjá lítinn hluta af mannfjöldanum fylgjast með líkbílnum.
Hér má sjá lítinn hluta af mannfjöldanum fylgjast með líkbílnum. vísir/getty
Útför fyrirliða Fiorentina, Davide Astori, fór fram í morgun og ótrúlegur fjöldi tók þátt í að fylgja honum til grafar.

Astori var aðeins 31 árs gamall er hann lést í svefni um síðustu helgi. Mikill harmleikur sem hefur snert ítölsku þjóðina og ekki síst knattspyrnuhreyfinguna í landinu.

Flestir þjálfarar úrvalsdeildarliða á Ítalíu mættu í útförina sem og leikmenn úr flestum liðum. Einnig voru mættar gamlar kempur með tengsl við ítalska boltann sem og stjórnmálaleiðtogar.

Ítalska þjóðin sameinaðist í sorg í morgun eins og myndirnar hér að neðan bera með sér.









Hér má sjá kistuna á leið inn í kirkjuna.vísir/getty
Gianluigi Buffon var að spila í Meistaradeildinni í London í gærkvöldi með Juventus en var mættur í útförina í morgun.vísir/getty
Þau voru þúng sporin hjá unnustu Astori í dag.vísir/getty
Borðar voru hengdir upp út um alla borg.vísir/getty
Marco van Basten, fyrrum leikmaður AC Milan, vottaði virðingu sína.vísir/getty
Það féllu mörg tár í morgun.vísir/getty

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×