Fótbolti

Þúsundir fylgdu Astori til grafar | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér má sjá lítinn hluta af mannfjöldanum fylgjast með líkbílnum.
Hér má sjá lítinn hluta af mannfjöldanum fylgjast með líkbílnum. vísir/getty

Útför fyrirliða Fiorentina, Davide Astori, fór fram í morgun og ótrúlegur fjöldi tók þátt í að fylgja honum til grafar.

Astori var aðeins 31 árs gamall er hann lést í svefni um síðustu helgi. Mikill harmleikur sem hefur snert ítölsku þjóðina og ekki síst knattspyrnuhreyfinguna í landinu.

Flestir þjálfarar úrvalsdeildarliða á Ítalíu mættu í útförina sem og leikmenn úr flestum liðum. Einnig voru mættar gamlar kempur með tengsl við ítalska boltann sem og stjórnmálaleiðtogar.

Ítalska þjóðin sameinaðist í sorg í morgun eins og myndirnar hér að neðan bera með sér.


Hér má sjá kistuna á leið inn í kirkjuna. vísir/getty
Gianluigi Buffon var að spila í Meistaradeildinni í London í gærkvöldi með Juventus en var mættur í útförina í morgun. vísir/getty
Þau voru þúng sporin hjá unnustu Astori í dag. vísir/getty
Borðar voru hengdir upp út um alla borg. vísir/getty
Marco van Basten, fyrrum leikmaður AC Milan, vottaði virðingu sína. vísir/getty
Það féllu mörg tár í morgun. vísir/getty

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.