Körfubolti

Sjáðu stelpurnar sem láta ekkert stoppa sig, ekki einu sinni fasta rútu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Twitter/Northeastern WBB

Liðsheildin skilar titlum í hús í körfuboltanum en stelpurnar í liði Northeastern University skólans sýndu að liðsheildin getur líka skilað liðinu á réttum tíma á leikstað.

Það hefur snjóað mikið í norðausturhluta Bandaríkjanna og rútan sem átti að fara með stelpurnar til Philadelphia var föst í snjó.

Liðið er að fara að keppa í úrslitamótinu og framundan voru því stærstu leikir tímabilsins.

Stelpurnar í liði Northeastern University ætluðu því að láta ekkert stoppa sig. Þær hoppuðu út í snjókomuna og ýttu allar sem ein.

Eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan þá komu þær rútunni af stað og fögnuðu síðan vel á eftir.

Bandarísku fjölmiðlarnir hafa verið duglegir að segja frá þessu uppátæki stelpnanna og hér fyrir neðan má sjá tvö dæmi um það.

Lið Northeastern University þykir hér hafa sýnt öllum að þar er liðsheildin sterk og þar vinna stelpurnar samtaka í að ná markmiðum sínum.

Oftast í því að koma boltanum í körfu andstæðinganna en stundum í því að koma liðinu hreinlega á staðinn.
 
REAL TEAMWORK: Members of the Northeastern University women's basketball team helped get their bus moving again after it got stuck in the snow on the way to their conference tournament game in Philadelphia. https://t.co/LJtmC04WhU pic.twitter.com/NBqrhxaJtbAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.