Enski boltinn

Leikmenn sem deila við Mourinho verða seldir

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Paul Pogba er hollara að mótmæla Mourinho ekki of mikið vilji hann vera áfram í Manchester
Paul Pogba er hollara að mótmæla Mourinho ekki of mikið vilji hann vera áfram í Manchester Vísir/Getty
Leikmönnum Manchester United er hollara að halda sambandi sínu við knattspyrnustjórann Jose Mourinho góðu vilji þeir ekki eiga það á hættu að verða seldir frá félaginu.

Mourinho vill að hlutirnir séu gerðir eftir sínu höfði og hefur komist á síður dagblaðanna í ófá skipti vegna meintra deilna við leikmenn sína. Samkvæmt heimildum enska blaðsins Independent hafa forráðamenn United gefið það út að ef Mourinho lendir í óviðráðanlegum deilum við leikmenn þá verði þeir seldir frá félaginu.

Portúgalinn er samningsbundinn til 2020 og hefur fullt traust Ed Woodward og félaga í stjórn United í öllum aðgerðum sínum.

Ósætti á að ríkja milli Mourinho og Frakkans Paul Pogba eftir að hann var settur á bekkinn í nokkrum leikjum í byrjun árs og bæði Pogba og umboðsmenn hans fengu að heyra það að félagið myndi styðja Mourinho í einu og öllu.

Manchester United er í harðri baráttu um annað sætið í ensku úrvalsdeildinni og mætir erkifjendunum og helstu keppinautunum í Liverpool í stórleik 30. umferðar í hádeginu á morgun, laugardag.


Tengdar fréttir

Messan um Pogba: Spilar eins og unglingur í fýlu

Jose Mourinho skipti Paul Pogba af velli í leik Manchester United og Newcastle í gær eftir klukkutíma leik. Hann var ekki í byrjunarliðinu í leik gegn Huddersfield í síðustu umferð og var einnig tekinn af velli eftir klukkutíma gegn Tottenham þar á undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×