Enski boltinn

Sjáðu Valdísi Þóru hátt uppi fyrir ofan Höfðaborg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Twitter/LET
Íslenski kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir er nú stödd í Höfðaborg í Suður-Afríku þar sem hún keppir á móti á evrópsku mótaröðinni.

Valdís Þóra lék fyrsta daginn á tveimur höggum yfir pari en annar hringurinn hjá henni er í dag.

Valdís Þóra fékk líka tækifæri til að skoða sig um í Höfðaborg sem er alveg syðst í Afríku.

Þetta er fimmta mót Valdísar á evrópsku mótaröðinni á þessu tímabili en jafnframt fyrsta mótið utan Ástralíu.





Valdís Þóra fór með þremur öðrum kylfingum á LET-mótaröðinni með kljáf upp á Borðfjallið (Table Mountain) og þar er útsýnið hreint út sagt magnað.

Þær sem fóru með okkar konur í þessa ferð voru þær Camille Chevalier frá Frakklandi, Leján Lewthwaite frá Suður-Afríku og Carly Booth frá Skotlandi.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af stelpunum á Table Mountain en þar er meðal annars stutt viðtal við Valdísi.

Camille Chevalier bar í 6. sæti sæti eftir fyrsta daginn en Valdís Þóra spilaði betur en Carly Booth og var á sama skori og Lejan Lewthwaite.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×