Skytturnar komust aftur á sigurbrautina

Dagur Lárusson skrifar
Aubameyang fagnar.
Aubameyang fagnar. vísir/getty
Pierre-Emerick Aubameyang hélt áfram markaskorun sinni fyrir Arsenal í 3-0 sigri liðsins á Watford í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Liðsmenn Arsenal mættu ákveðnir til leiks og sóttu mikið strax frá fyrstu mínútu. Á 7. mínútu var brotið á leikmanni Arsenal rétt fyrir utan teig og dæmd var aukaspyrnu. Mesut Özil tók spyrnuna og sendi boltann inná teig og þar mætti þjóðverjinn Mustafi sem stangaði boltann í netið.

Eftir þetta mark þá virtust leikmenn Watford vakna til lífsins og spiluðu mjög vel næstu mínúturnar og þurftu varnarmenn Arsenal að vera vel á verði. Þrátt fyrir ákveðni leikmanna Watford náðu þeir ekki að jafna metin fyrir hlé og því var staðan 1-0 í hálfleik.

Í seinni hálfleiknum hélt Watford áfram að sækja og var Richarlison mikið í boltanum. Þetta gaf Arsenal þó tækifæri á skyndisóknum og skoraði Aubameyang eftir eina slíka á 59. mínútu. Þá fékk Mkhitaryan boltann á miðjum vellinum og bar boltann upp áður en hann lagði boltann snyrtilega inná Aubameyang sem fór framhjá markmanninum og skilaði boltanum í netið.

Liðsmenn Watford neituðu hinsvegar að gefast upp eftir þetta mark og héldu áfram að sækja og á 62. mínútu fengu þeir vítaspyrnu. Þá var brotið á Pereyra innan teigs og á punktinn steig Troy Deeney sem lét Petr Cech verja frá sér.

Enn og aftur neitaði Watford að gefast upp sem gaf Arsenal fleiri möguleika á skyndisóknum og var það Mkhitaryan sem skoraði þriðja og síðasta mark Arsenal eftir eina slíka á 77. mínútu.

Þess má geta að þetta var leikur númer 200 hjá Petr Cech þar sem hann fær ekki á sig mark í ensku úrvalsdeildinni og var því vel við hæfi að hann varði vítaspyrnu.

Eftir leikinn er Arsenal með 48 stig í 6. sæti deildarinnar á meðan Watford er í 10. sæti með 36 stig.


Tengdar fréttir

Wenger líkir liðinu sínu við boxara

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var að sjálfsögðu mjög ánægður með sína menn eftir 2-0 sigur á AC Milan á San Siro í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi.

Ferguson veitir Wenger stuðning

Arsenal hefur ekki átt góðu gengi að fagna síðustu vikur, að undanskildum sterkum útisigri gegn AC Milan í Evrópudeildinni í ný liðinni viku, og hefur Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, legið undir mikilli gagnrýni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira