Enski boltinn

Sadio Mane: Vil frekar spila fyrir Liverpool en fyrir varnarsinnað lið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sadio Mane fagnar marki með Liverpool.
Sadio Mane fagnar marki með Liverpool. Vísir/Getty
Manchester United tekur á móti Liverpool á Old Trafford á morgun í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Sadio Mane, ein aðalstjarnan í öflugri sóknarlínu Liverpool, hafði ýmislegt að segja í viðtali við Telegraph.

Hann var meðal annars spurður af því, að eftir hafa spilað fyrir sóknarsinnaðan stjóra eins og Jürgen Klopp, hvort hann hæti hugsað sér að spila fyrir Jose Mourinho út frá því hvernig United hefur spilað á móti Liverpool í síðustu viðureignum liðanna.

Jose Mourinho hefur pakkað í vörn í síðustu leikjum  Manchester United og Liverpool enda eins og fleiri hræddur við hraða fremstu manna Liverpool liðsins.





„Hefur þú ekki líka meira gaman að horfa á sóknarfótbolta?,“ spurði Sadio Mane blaðamann Telegraph og bætti svo við eftir að hafa fengið jákvæð svör.

„Ég er hrifnari af leikstíl Liverpool. Við spilum fótbolta sem er góður fyrir alla leikmenn liðsins,“ sagði Mane.

„Það er ekki bara ég sem hugsa svona en við verðum líka að bera virðingu fyrir öðrum leikaðferðum. Ég myndi alltaf velja það að spila fyrir og á móti sóknarhugsandi liði en núna er ég hinsvegar orðinn vanur því að mæta varnarsinnuðum liðum,“ sagði Mane.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×