Enski boltinn

Klopp: Flýgur enginn í gegnum United

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jürgen Klopp er alltaf léttur
Jürgen Klopp er alltaf léttur skjáskot
Þegar Manchester United fór á Anfield fyrr í vetur var Jose Mourinho mikið gagnrýndur fyrir að láta sína menn spila of varnarsinnað og gera leikinn leiðinlegan.

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vill þó ekki taka þátt í þeirri umræðu fyrir leik liðanna á Old Trafford í dag.

„Ég sé ekkert athugavert við að spila varnarsinnað. Umræðan snýst mjög mikið um að þeir spila ákveðinn fótbolta og við spilum ákveðinn fótbolta en það skiptir ekki máli. Fótbolti snýst um að vinna fótboltaleiki og það eru margar leiðir til þess að afreka það.“

„United spilar ákveðinn fótbolta. Við þurfum samt að mæta þangað og verjast, við megum ekki halda að við getum farið fljúgandi í gegnum þá.“

Manchester United er með næst bestu vörn deildarinnar, aðeins topplið City hefur fengið færri mörk á sig. United hefur hleypt 22 mörkum inn og City 20. Liverpool er með 32 mörk á sig og flest liðin í deildinni eru í kringum 40-50 mörkin.

„Það getur enginn farð fljúgandi í gegnum United. Þeir eru of sterkir, líkamlega og skipulagið er sterkt. Þetta er ekki barátta tveggja hugmyndafræða, þetta eru tvö góð fótboltalið sem munu mæta hvor öðru.“

Leikur Manchester United og Liverpool hefst klukkan 12:30 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×