Lífið

Marta María rukkar fjörutíu þúsund fyrir hverja nótt á airbnb

Stefán Árni Pálsson skrifar
Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smarlandsins á Mbl.is.
Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smarlandsins á Mbl.is.
Marta María Jónasdóttir ritstjóri Smartlands á mbl.is er með eign sína til leigu á Airbnb. Nóttin hjá Mörtu Maríu kostar 397 dollara eða því sem samsvarar um fjörutíu þúsund krónum.

Fram kemur í auglýsingu Mörtu Maríu að bannað sé að reykja í eigninni, gæludýr ekki leyfð og bannað sé að halda partý.

Sindri Sindrason fjallaði á sínum tíma um aðra eign sem Marta María átti í Brekkugerði árið 2012 og er hægt að kíkja í heimsókn til Mörtu Maríu hér að neðan.

Marta María er í sambandi með Páli Winkel, fangelsismálastjóra, og eru þau trúlofuð. Parið tilkynnti um trúlofun sína fyrir rúmlega ári síðan en þau byrjuðu að rugla saman reitum um mitt ár 2015.

Stuttu áður hafði Marta María gert úttekt á tíu heitustu piparsveinum landsins og var Páll einmitt á þeim lista.

Uppfært 12. október 2018: Í upphaflegu útgáfu fréttarinnar stóð að umrædd íbúð sem er til leigu á Airbnb væri eignin í Brekkugerði. Svo er ekki og hefur það verið leiðrétt. 

Hér má sjá skjáskot af auglýsingu Mörtu Maríu.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×