Messi braut loks ísinn gegn Chelsea │ Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar

Chelsea og Barcelona gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, en Lionel Messi tókst loksins að skora gegn Chelsea. Áður hafði hann spilað átta leiki gegn liðinu án þess að skora mark.

Staðan var markalaus i hálfleik, en Willian skaut tvisvar í tréverkið. Chelsea var minna með boltann, en átti ívið hættulegri færi á meðan Messi og Luis Suarez komust lítið í boltann.

Í síðari hálfleik færðist meira fjör í leikinn, en á 62. mínútu skoraði Willian loksins. Allt er þegar þrennt er. Chelsea komið í kjörstöðu og með pálmann í höndunum.

Liðið gerði sig hins vegar sekt um skelfileg mistök þegar liðið missti boltann í vörninni, Andres Iniesta vann boltann og lagði hann á Lionel Messi sem skoraði framhjá Thibaut Courtois, markverði Chelsea.

Þetta var níundi leikur Messi gegn Chelsea og hans fyrsta mark, hans versta tölfræði gegn nokkru liði. Lokatölur urðu 1-1 og Barcelona með mikilvægt útivallarmark í farteskinu.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.