Messi braut loks ísinn gegn Chelsea │ Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Chelsea og Barcelona gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, en Lionel Messi tókst loksins að skora gegn Chelsea. Áður hafði hann spilað átta leiki gegn liðinu án þess að skora mark.

Staðan var markalaus i hálfleik, en Willian skaut tvisvar í tréverkið. Chelsea var minna með boltann, en átti ívið hættulegri færi á meðan Messi og Luis Suarez komust lítið í boltann.

Í síðari hálfleik færðist meira fjör í leikinn, en á 62. mínútu skoraði Willian loksins. Allt er þegar þrennt er. Chelsea komið í kjörstöðu og með pálmann í höndunum.

Liðið gerði sig hins vegar sekt um skelfileg mistök þegar liðið missti boltann í vörninni, Andres Iniesta vann boltann og lagði hann á Lionel Messi sem skoraði framhjá Thibaut Courtois, markverði Chelsea.

Þetta var níundi leikur Messi gegn Chelsea og hans fyrsta mark, hans versta tölfræði gegn nokkru liði. Lokatölur urðu 1-1 og Barcelona með mikilvægt útivallarmark í farteskinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira