Enski boltinn

FA ákærir West Ham

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
West Ham er í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar
West Ham er í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar vísir/getty
Enska knattspyrnusambandið ákærði í dag enska úrvalsdeildarfélagið West Ham fyrir brot á reglum um ólöglega lyfjanotkun.

Ákæran kemur til vegna þess að West Ham tryggði ekki réttar upplýsingar um „staðsetningu félagsins.“

Leikmenn bera ábyrgð á því að knattspyrnusambandið viti hvar þeir eru og að sama skapi þurfa félög að skila inn upplýsingum um æfingatíma, breytingar á þeim og staðsetningar, hvaða leikmenn mæta til æfinga og hvar skráð heimilisfang hvers leikmanns sé.

Félag sem uppfyllir ekki þessar kröfur þrisvar á 12 mánaða tímabili er ákært um brot á reglum um ólöglega lyfjanotkun, og það er tilfellið með West Ham.

Talsmaður félagsins sagði þetta vera vegna „skráningarvillu í kerfi knattspyrnusambandsins þar sem til dæmis skiluðu heimilisföng leikmanna sér inn vitlaust.“

Félagið ætlar sér að svara ásökununum en það hefur til 27. febrúar til þess. Þá vildi talsmaður þess halda til haga að þetta séu mistök í skráningu hjá félaginu og tengist ekki leikmönnum félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×