Enski boltinn

Wenger: Guardiola vildi koma í Arsenal

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola og Wenger takast í hendur.
Guardiola og Wenger takast í hendur. vísir/getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur greint frá því að Pep Guardiola, stjóri Man. City, hafi heimsótt hann þegar hann var leikmaður Barcelona og vildi Guardiola ganga í raðir Lundúnarliðsins.

Guardiola spilaði rúmlega 250 leiki fyrir Barcelona sem leikmaður áður en hann hætti árið 2006. Síðan þá hefur hann þjálfað Barcelona, Bayern Munchen og nú Manchester City.

„Ég talaði nokkrum sinnum við hann og einu sinni kom hann til mín þegar hann var leikmaður því hann vildi spila fyrir Arsenal,” sagði Wenger í samtali við BeIN Sports.

Arsenal og Man. City leika til úrslita í enska deildabikarnum á sunnudag en Wenger hrósar Guardiola fyrir hversu vel hann hefur gert á sínum þjálfaraferli.

„Ég held að hann hafi staðið sig mun betur en ég og hann veit hvað þarf að gera. Hann hefur haft sérstök lið og hann er að stýra þeim mjög vel. Ég held hann eigi hrós skilið því hann er með skýra sýn á leikinn.”

„Þrátt fyrir að hann tapar þá virði ég hann jafn mikið og þegar hann vinnur því hann hefur áhrif á leikinn. Það er mikilvægt að hafa jákvæð áhrif á leikinn.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×