Erlent

Ókeypis í strætó í Þýskalandi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
ESB hótar sektum dragi aðildarríki ekki úr mengun.
ESB hótar sektum dragi aðildarríki ekki úr mengun. VÍSIR/STEFÁN
Þýsk stjórnvöld leggja til að almenningssamgöngur verði gjaldfrjálsar í tilraunaskyni í fimm borgum, það er Bonn, Essen, Herr­enberg, Reutlingen og Mannheim.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, segir mengun í 130 borgum í Evrópu lífshættulega og hefur þess vegna lagt fram aðgerðaáætlun. Framkvæmdastjórnin hótar sektum dragi Þýskaland og önnur aðildarríki sambandsins ekki úr mengun.

Almenningssamgöngur eru gjaldfrjálsar að hluta í nokkrum sænskum sveitarfélögum. Í Avesta hafa þær verið alveg gjaldfrjálsar frá 2012. Notkun almenningssamgangna jókst í kjölfarið um 300 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×