Enski boltinn

Telur að dagar Rashford hjá United gætu verið taldir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Marcus Rashford fagnar marki.
Marcus Rashford fagnar marki. vísir/getty
Marcus Rashford, framherji Manchester United, gæti þurft að yfirgefa félagið til að fá að spila reglulega, að sögn Dennis Wise, fyrrverandi fyrirliða Chelsea.

Wise var gestur í þættinum The Debate á Sky Sports í gærkvöldi þar sem farið var yfir málefni Rashford. Þessi tvítugi framherji hefur ekki byrjað leik síðan 26. desember og ekki spilað nema 19 mínútur fyrir United síðan að Alexis Sánchez var keyptur.

„Ef hann fer ekki að spila reglulega verður hann að hugsa um næstu skref,“ sagði Wise en Sánchez og Romelu Lukaku eru báðir með langa samninga hjá United.

„United er búið að fá til sín hágæða leikmenn. Lukaku er á undan Rashford og ég er ekkert viss um að Rashford komist fram fyrir hann þrátt fyrir að Lukaku sé ekkert að spila frábærlega.“

„Svo var Sánchez keyptur og þá er spurningin hvar á að koma Rashford fyrir. Hann hefur mest spilað á kantinum sem er ekki hans staða en Rashford á eftir að spila þar sem honum er sagt að spila,“ sagði Dennis Wise.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×