Körfubolti

Sjáðu hana senda hann ringlaðan og skömmustulegan heim

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Maya Dodson spilar með Stanford. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Maya Dodson spilar með Stanford. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty

Það getur verið hættulegt að leika sér með vinum sínum í dag enda símar og þar með myndavélar alltaf á lofti.

Einn körfuboltastrákur lenti í þessu og það liggur við að maður tali um um fyrrum körfuboltamenn eftir að strákurinn lét fara afar illa með sig í körfuboltasalnum.

Strákurinn lenti einn á einn á móti stelpu í miðjum leik og sú var alveg tilbúin að láta hann svitna aðeins.

Ekki einu sinni stelpan sjálf bjóst þó örugglega við að hann félli svona illa fyrir gabbhreyfingu hennar og hann gerði.

Það má sjá þetta hér fyrir neðan en þetta er komið í Sport Center á ESPN íþróttastöðinni.
Miðað við viðbrögð félaganna í salnum þá mun strákurinn þurfa að heyra mikið og oft um þessa „meðferð“ á sér.  

Sá sem lendir næst í því að reyna að dekka þessa körfuboltastelpu mun líka eflaust passa sig sérstaklega á því að falla ekki í sömu gildru. Það er kannski annað en að segja það.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.