Enski boltinn

Mohamed Salah: Minn draumur er að vinna ensku deildina og vinna hana með Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah.
Mohamed Salah. Vísir/Getty
Mohamed Salah hefur átt frábært fyrsta tímabil með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og hann skoraði sitt þrítugasta mark á tímabilinu í febrúar.

Liverpool keypti Egyptann frá Roma síðasta sumar og það eru ein bestu kaup ensks liðs í langan tíma.

Liverpool-liðið kemst upp í annað sætið í deildinni með sigri á West Ham en liðið er síðan komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 5-0 sigur á Porto í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum keppninnar.

Salah er með 22 mörk og 7 stoðsendingar í 26 deildarleikjum en þessi 25 ára leikmaður var keyptur á „aðeins“ 34 milljónir punda í sumar.





„Ég kom hingað til að vinna titla. Ég get lofað stuðningsmönnunum því að við erum að leggja okkur hundrað prósent fram við það að reyna að vinna eitthvað fyrir félagið,“ sagði Mohamed Salah við Football Focus á BBC.

„Það er liðin langur tími síðan að félagið vann ensku deildina. Minn draumur er að vinna ensku deildina og vinna hana með Liverpool,“ sagði Salah. Liverpool vann ensku deildina árið 1990 og hefur aldrei unnið ensku úrvalsdeildina (síðan 1992/93).





„Ef þú berð mig saman í dag og fyrir fimm árum síðan þá hefur allt breyst hjá mér bæði andlega og líkamlega. Ég reyni að bæta mig á hverjum degi og set alltaf þá pressu á mig sjálfan að gera enn betur,“ sagði Salah.  Hann lék með Chelsea tímabilið 2014-15 en fór þá á lán til Fiorentina og svo til Roma.

„Fótboltinn á allt mitt líf. Ég hugsa bara um fótbolta,“ sagði Salah.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×