Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Endurreisn verkamannabústaðakerfisins hófst í dag þegar tekin var fyrsta skóflustungan að nýjum íbúðum byggingarfélags verkalýðshreyfingarinnar. Íbúðirnar verða alls fimmtán hundruð en markmiðið með byggingu þeirra er að tryggja verkafólki aðgengi að hagkvæmu, öruggu og vönduðu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Við fjöllum nánar um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá fjöllum við um sölu á hlut ríkisins í Arion banka en ríkið seldi í dag dótturfélagi eignarhaldsfélagsins Kaupþings hlut sinn samkvæmt samningsbundnum kauprétti.

Við fjöllum líka um aðbúnað svína á íslenskum svínabúum. Geldingar á grísum eru nánast aflagðar hér á landi og er það líklega einsdæmi í heiminum að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar.

Þá skoðum við nýjar þotur Icelandair en fyrsta Boeing 737-max þota félagsins af sextán er komin úr verksmiðjunni í Seattle og farin í sitt fyrsta reynsluflug. Hver þota kostar 12 milljarða króna. Loks hittum við fulltrúa úr fjörutíu manna listahópi frá Hong Kong sem eru staddir hér á landi við gerð heimildarmyndar um hamingjuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×