Handbolti

Tólf íslensk mörk í tapi Westwien

Ólafur Bjarki Ragnarsson.
Ólafur Bjarki Ragnarsson. Vísir
Íslensku leikmennirnir skoruðu nærri helming marka Westwien þegar liðið tapaði fyrir HC Fivers á útivelli í austurrísku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Viggó Kristjánsson, sem hefur farið á kostum og dregið liðið áfram í flestum leikjum þess í vetur, var enn og aftur markahæstur með átta mörk í leiknum í dag. Þar af voru þrjú marka hans úr vítum.

Ólafur Bjarki Ragnarsson var einnig iðinn við kolann í kvöld en hann skoraði fjögur mörk og var þriðji markahæstur. Íslensku strákarnir skoruðu því samtals 12 mörk í leiknum en hinir leikmennirnir deildu með sér 13 mörkum í 31-25 tapi.

Fivers er í efsta sæti riðilsins með 17 stig og Westwien er í fimmta sætinu með 11 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×