Sport

Fyrrum NFL leikmaður í haldi eftir grunsamlega Instagram mynd

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jonathan Martin.
Jonathan Martin.

Fyrrum NFL leikmaðurinn Jonathan Martin var færður í gæsluvarðhald í Bandaríkjunum vegna myndar sem hann setti á Instagram aðgang sinn og olli því að skóla var lokað í Kaliforníufylki.

Fréttamenn á Los Angeles Times greina frá því að Harvard-Westlake skólanum hafi verið lokað í gærmorgun af öryggisástæðum eftir að myndin birtist á samfélagsmiðlum. Myndin var á opinberum aðgangi Martin á Instagram, en ekki hefur verið sannað að hann hafi sett hana þangað inn sjálfur.

Nick Brown náði að vista myndina og setja hana sjálfur á Twitter, en Instagram aðgangur Martin er lokaður. Á myndinni má sjá skotvopn ásamt textanum „Þegar þú ert fórnarlamb eineltis þá eru möguleikarnir tveir; sjálfsvíg eða hefnd,“ og myllumerkinu #HarvardWestlake.

Þá merkti Martin þá Richie Incognito og Mike Pouncey á myndina, en þeir eiga að hafa lagt Martin í einelti þegar þeir spiluðu saman hjá Miami Dolphins.


 

NFL

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.