Innlent

Met í fjölda útkalla hjá slökkviliðinu í nótt

Birgir Olgeirsson skrifar
Búast má við að slökkviliðsmenn þurfi að sinna útköllum í dag vegna vatnsleka.
Búast má við að slökkviliðsmenn þurfi að sinna útköllum í dag vegna vatnsleka. Vísir/Hanna

Slökkviliðsmenn sinntu um útköllum vegna vatnstjóns út um alla borg í nótt og var lítið stoppað að sögn varðstjóra. Slökkviliðsmenn sinntu yfir hundrað útköllum, sem telst sennilega til mets, og fóru strax tveir bílar út frá slökkviliði um klukkan hálf átta í morgun þegar ný vakt tók við. Um tíma í nótt voru átta útköll á bið því ekki var mannskapur til að sinna þeim öllum og þurfti því að forgangsraða eftir nauðsyn.

Kalla þurfti út aukamannskap í nótt og naut slökkviliðið aðstoðar björgunarsveitarmanna þegar erillinn var sem mestur. Meðal annars þurfti að bjarga 15 hrossum og 30 kindum í Fjárborgum við Vesturlandsveg í nótt vegna vatnsleka. Stóð sú björgun yfir frá upphafi nætur og fram sjötta tímann í morgun. 

Varðstjóri hjá slökkviliðinu býst ekki við öðru en að það verði fjöldi útkalla í dag vegna vatnstjóns þegar fyrirtækja verður vitjað nú í morgunsárið þegar fólk mætir til vinnu.   


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.