Golf

Valdís upp um 44 sæti á peningalistanum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Skagamærin spilaði frábærlega um helgina
Skagamærin spilaði frábærlega um helgina mynd/let

Frábær spilamennska Valdísar Þóru Jónsdóttur á Ladies Classic Bonville mótinu í Ástralíu um helgina skilaði henni rúmri 1,6 milljón íslenskra króna í verðlaunafé.

Valdís endaði þriðja á mótinu og jafnaði þar með besta árangur sinn á Evrópumótaröðinni. Fyrir það fékk Valdís rúmar 13 þúsund evrur.

Þá stökk hún upp um 44 sæti á stigalista Evrópumótaraðarinnar og situr nú í 6. sæti eftir þrjú mót með 69 stig. Íslandsmeistarinn 2017 hefur tekið þátt í þremur mótum á Evrópumótaröðinni í ár og þénað samtals 15,242 evrur.

Sigurvegari mótsins, Celine Boutier, er hástökkvarinn á listanum en hún fór upp um 71 sæti og er nú á toppi listans með 33,391 evrur og 150 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.