Starfsmenn hafa áhyggjur af fjarskiptaleysi í þjóðgarðinum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. febrúar 2018 08:00 Dritvík í þjóðgarðinum Snæfellsjökli. „Á síðasta ári fengum við rúmlega 400 þúsund gesti og það er á mörkunum með að vera forsvaranlegt að við skulum ekki vera með símasamband í hluta af þjóðgarðinum og hluta akstursleiðarinnar þar sem fólk er að fara í gegn,“ segir Jón Björnsson, þjóðgarðsvörður í Snæfellsjökulsþjóðgarði.Eins og fram kom í Fréttablaðinu á laugardag eru með öllu fjarskiptalaus svæði á löngum köflum í og við þjóðgarðinn með tilheyrandi öryggisleysi og vandræðum ef eitthvað kemur upp á. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar sagði þetta slæmt bæði fyrir ferðamenn sem þarna eiga leið um sem og viðbragðsaðila þar sem tetra-talstöðvarsamband væri þarna líka stopult. Tvö slys urðu á dauða svæðinu í fyrra þar sem ekki var hægt að hringja eftir aðstoð. Jón segir sambandið inni í garðinum oft lítið sem ekkert. „Á þessari leið geta skapast erfiðar aðstæður og það er töluvert um að menn festi bílana sína hér að vetri til og víða í þjóðgarðinum og fólk er hlaupandi fram og aftur að leita að sambandi til að láta vita af sér og sækja sér aðstoð. Það er ljóst að ef alvarlegt slys verður myndi það tefja talsvert viðbragðstíma ef fólk kemst ekki í símasamband.“Sjá einnig: Ekki hægt að hringja eftir aðstoð á slysstað Hann segir það eindregna ósk sína og þeirra sem þarna starfi að ráðist verður í úrbætur á þessu, líkt og framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar boðaði í Fréttablaðinu um helgina. „Þetta veldur okkur áhyggjum. Það dregur úr öryggi að geta ekki verið inni á svæðinu og náð sambandi ef eitthvað kemur upp á. Þetta er erfitt.“ Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er einn vinsælasti og fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Jón segir þá vera með örugga talningu upp á nærri 400 þúsund gesti á síðasta ári, og eru þá heimamenn og túristar frá skemmtiferðaskipum á Grundarfirði ekki taldir með. Aukningin hefur verið um 20 prósent á ári og menn finni síst fyrir samdrætti í þeim efnum. Djúpalónssandur er með vinsælli viðkomustöðum ferðamanna en að sögn Jóns líka einn sá varhugaverðasti. Þar geti verið mjög erfitt að ná sambandi. Nefnir hann að síðastliðinn fimmtudag hafi gúmmíbát rekið upp í fjöru við Malarrif sem ekki hafi verið hægt að tilkynna né fá frekari upplýsingar um fyrr en símasamband fannst. Blessunarlega reyndist ekkert alvarlegt hafa gerst. „En það yrði dapurlegt ef eitthvað kæmi upp á og fólk gæti ekki látið vita.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ekki hægt að hringja eftir aðstoð á slysstað Tíu kílómetra kafli við Dritvík og Djúpalónssand á Snæfellsnesi er dautt svæði í fjarskiptum. Á þriðja hundrað þúsund ferðamenn fara um svæðið á ári. Ef eitthvað kemur upp á er ekki hægt að hringja á aðstoð. Tvö slys urðu þar í fyrra. 25. febrúar 2018 15:00 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
„Á síðasta ári fengum við rúmlega 400 þúsund gesti og það er á mörkunum með að vera forsvaranlegt að við skulum ekki vera með símasamband í hluta af þjóðgarðinum og hluta akstursleiðarinnar þar sem fólk er að fara í gegn,“ segir Jón Björnsson, þjóðgarðsvörður í Snæfellsjökulsþjóðgarði.Eins og fram kom í Fréttablaðinu á laugardag eru með öllu fjarskiptalaus svæði á löngum köflum í og við þjóðgarðinn með tilheyrandi öryggisleysi og vandræðum ef eitthvað kemur upp á. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar sagði þetta slæmt bæði fyrir ferðamenn sem þarna eiga leið um sem og viðbragðsaðila þar sem tetra-talstöðvarsamband væri þarna líka stopult. Tvö slys urðu á dauða svæðinu í fyrra þar sem ekki var hægt að hringja eftir aðstoð. Jón segir sambandið inni í garðinum oft lítið sem ekkert. „Á þessari leið geta skapast erfiðar aðstæður og það er töluvert um að menn festi bílana sína hér að vetri til og víða í þjóðgarðinum og fólk er hlaupandi fram og aftur að leita að sambandi til að láta vita af sér og sækja sér aðstoð. Það er ljóst að ef alvarlegt slys verður myndi það tefja talsvert viðbragðstíma ef fólk kemst ekki í símasamband.“Sjá einnig: Ekki hægt að hringja eftir aðstoð á slysstað Hann segir það eindregna ósk sína og þeirra sem þarna starfi að ráðist verður í úrbætur á þessu, líkt og framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar boðaði í Fréttablaðinu um helgina. „Þetta veldur okkur áhyggjum. Það dregur úr öryggi að geta ekki verið inni á svæðinu og náð sambandi ef eitthvað kemur upp á. Þetta er erfitt.“ Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er einn vinsælasti og fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Jón segir þá vera með örugga talningu upp á nærri 400 þúsund gesti á síðasta ári, og eru þá heimamenn og túristar frá skemmtiferðaskipum á Grundarfirði ekki taldir með. Aukningin hefur verið um 20 prósent á ári og menn finni síst fyrir samdrætti í þeim efnum. Djúpalónssandur er með vinsælli viðkomustöðum ferðamanna en að sögn Jóns líka einn sá varhugaverðasti. Þar geti verið mjög erfitt að ná sambandi. Nefnir hann að síðastliðinn fimmtudag hafi gúmmíbát rekið upp í fjöru við Malarrif sem ekki hafi verið hægt að tilkynna né fá frekari upplýsingar um fyrr en símasamband fannst. Blessunarlega reyndist ekkert alvarlegt hafa gerst. „En það yrði dapurlegt ef eitthvað kæmi upp á og fólk gæti ekki látið vita.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ekki hægt að hringja eftir aðstoð á slysstað Tíu kílómetra kafli við Dritvík og Djúpalónssand á Snæfellsnesi er dautt svæði í fjarskiptum. Á þriðja hundrað þúsund ferðamenn fara um svæðið á ári. Ef eitthvað kemur upp á er ekki hægt að hringja á aðstoð. Tvö slys urðu þar í fyrra. 25. febrúar 2018 15:00 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Ekki hægt að hringja eftir aðstoð á slysstað Tíu kílómetra kafli við Dritvík og Djúpalónssand á Snæfellsnesi er dautt svæði í fjarskiptum. Á þriðja hundrað þúsund ferðamenn fara um svæðið á ári. Ef eitthvað kemur upp á er ekki hægt að hringja á aðstoð. Tvö slys urðu þar í fyrra. 25. febrúar 2018 15:00