Segir velferð fiskanna aldrei hafða að leiðarljósi hér á landi Sveinn Arnarsson skrifar 26. febrúar 2018 09:00 Formaður Dýraverndunarsamtaka Íslands segir frístundaveiðar og laxeldi vera siðlaust athæfi. Vísir/Sigurjón Rúmlega 50 þúsund dýr drápust í umsjá Arnarlax í Tálknafirði þann 12. febrúar síðastliðinn þegar sjókví hjá þeim aflagaðist og seig. Dýraverndunarsamtök Íslands gagnrýna þauleldi eins og þetta og segja velferð fiskanna virta að vettugi. „Við höfum áhyggjur af fiskeldi á Íslandi út frá dýravelferðarsjónarmiðum. Við verðum aldrei vör við að velferð fiskanna sé rædd," segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands. „Nú er uppi barátta milli fiskeldismanna og frístundaveiðimanna án þess að velferð fiskanna sé höfð að leiðarljósi, aðeins hagsmunir, yfirráð og peningar.“ Tvö óskyld atvik áttu sér stað hjá Arnarlaxi þann 12. febrúar þegar níu göt komu á sjókví fyrirtækisins í Arnarfirði og önnur kví í Tálknafirði seig að hluta til undir yfirborð sjávar. Matvælastofnun telur ólíklegt að fiskur hafi sloppið úr kvínni. Af þeim myndum og gögnum sem MAST fékk frá fyrirtækinu segjast þeir geta metið það sem svo að fyrirtækið hafi brugðist rétt við til að fyrirbyggja frekara tjón. Miklar deilur hafa sprottið upp um laxeldi hér við land og vilja sumir meina að eldislax geti eyðilagt hinn íslenskættaða villta laxastofn og að eldi mengi út frá sér. Hallgerður bendir hins vegar á að bæði frístundaveiðimennska sem og þauleldi séu í eðli sínu siðlausar athafnir. „Frístundaveiðimenn og aðilar í fiskeldi eiga fyrst og fremst í deilum vegna sinna eigin hagsmuna. Báðir hóparnir fara þannig með dýrin að þau þjást. Við þauleldi fiska eins og hér er stundað eru 20 prósent afföll algeng á fiskum, í hvaða búskap eru 20 prósent afföll bústofns eðlileg? Og veiðimenn sem veiða laxinn og sleppa honum síðan. Það eru auðvitað pyntingar. Báðir hóparnir sýna því siðleysi gagnvart velferð fiskanna. Fiskur gefur ekki frá sér hljóð við sársauka þrátt fyrir að finna hann. Að mati Dýraverndunarsamtaka Íslands yrði annað hljóð í strokknum ef fiskar gæfu frá sér hljóð. „Auðvitað skiptir máli að fiskurinn gefur ekki frá sér hljóð. Það væri nú eitthvað annað uppi á teningnum ef hljóð kæmi frá fiskum líkt og hundum eða köttum þegar þeir finna til. Hljóðleysi fiskanna gerir fólki auðveldara að leiða hjá sér hugsanlegar þjáningar þeirra.“ Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
Rúmlega 50 þúsund dýr drápust í umsjá Arnarlax í Tálknafirði þann 12. febrúar síðastliðinn þegar sjókví hjá þeim aflagaðist og seig. Dýraverndunarsamtök Íslands gagnrýna þauleldi eins og þetta og segja velferð fiskanna virta að vettugi. „Við höfum áhyggjur af fiskeldi á Íslandi út frá dýravelferðarsjónarmiðum. Við verðum aldrei vör við að velferð fiskanna sé rædd," segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands. „Nú er uppi barátta milli fiskeldismanna og frístundaveiðimanna án þess að velferð fiskanna sé höfð að leiðarljósi, aðeins hagsmunir, yfirráð og peningar.“ Tvö óskyld atvik áttu sér stað hjá Arnarlaxi þann 12. febrúar þegar níu göt komu á sjókví fyrirtækisins í Arnarfirði og önnur kví í Tálknafirði seig að hluta til undir yfirborð sjávar. Matvælastofnun telur ólíklegt að fiskur hafi sloppið úr kvínni. Af þeim myndum og gögnum sem MAST fékk frá fyrirtækinu segjast þeir geta metið það sem svo að fyrirtækið hafi brugðist rétt við til að fyrirbyggja frekara tjón. Miklar deilur hafa sprottið upp um laxeldi hér við land og vilja sumir meina að eldislax geti eyðilagt hinn íslenskættaða villta laxastofn og að eldi mengi út frá sér. Hallgerður bendir hins vegar á að bæði frístundaveiðimennska sem og þauleldi séu í eðli sínu siðlausar athafnir. „Frístundaveiðimenn og aðilar í fiskeldi eiga fyrst og fremst í deilum vegna sinna eigin hagsmuna. Báðir hóparnir fara þannig með dýrin að þau þjást. Við þauleldi fiska eins og hér er stundað eru 20 prósent afföll algeng á fiskum, í hvaða búskap eru 20 prósent afföll bústofns eðlileg? Og veiðimenn sem veiða laxinn og sleppa honum síðan. Það eru auðvitað pyntingar. Báðir hóparnir sýna því siðleysi gagnvart velferð fiskanna. Fiskur gefur ekki frá sér hljóð við sársauka þrátt fyrir að finna hann. Að mati Dýraverndunarsamtaka Íslands yrði annað hljóð í strokknum ef fiskar gæfu frá sér hljóð. „Auðvitað skiptir máli að fiskurinn gefur ekki frá sér hljóð. Það væri nú eitthvað annað uppi á teningnum ef hljóð kæmi frá fiskum líkt og hundum eða köttum þegar þeir finna til. Hljóðleysi fiskanna gerir fólki auðveldara að leiða hjá sér hugsanlegar þjáningar þeirra.“
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira