Fótbolti

Berglind Björg laus frá Veróna og kominn aftur í A-landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki með landsliðinu ásamt Dagnýju Brynjarsdóttur.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki með landsliðinu ásamt Dagnýju Brynjarsdóttur. Vísir/Anton

Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur verið tekin inn í hóp íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta en liðið er að fara að keppa í Algarve mótinu í Portúgal seinna í vikunni.

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hefur kallað á Berglindi sem kemur inn í hópinn fyrir Sigrúnu Ellu Einarsdóttur sem getur ekki verið með vegna meuiðsla. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Freyr talaði um það á blaðamannafundinum þegar hann tilkynnti hópinn að Berglind Björg hafi ekki komið til greina að þessu sinni þar sem hún var enn að reyna að fá sig lausa frá ítalska félaginu Verona. Upp kom deilumál milli hennar og félagsins en Arna Sif Ásgrímsdóttir var í sömu stöðu.

Berglind Björg og Arna Sif náðu að ganga frá þeim málum í síðustu viku og er Berglind nú komin aftur til Breiðabliks. Hún var því aftur komin með grænt ljós hjá landsliðinu og Freyr kallaði á hana þegar hann þurfti að fylla í skarð Sigrúnar Ellu.

Íslenska landsliðið kom til Algarve á sunnudaginn, en fyrsti leikur þess er miðvikudaginn 28. febrúar gegn Danmörku.

Berglind Björg hefur skorað 2 mörk í 30 landsleikjum en þetta er í fimmta sinn sem hún fer með á Algarve-mótið. Berglind Björg var líka með 2010, 2011, 2016 og 2017 en hún lék sína fyrstu landsleiki á mótinu fyrir átta árum.


Tengdar fréttir

Ítölsku martröðinni lokið

Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir eru loks búnar að fá lok í deilur sínar við ítalska félagið Verona og hefur samningum þeirra við félagið verið riftAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.