Fótbolti

Rignir á stelpurnar okkar á Algarve │ Myndir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, messar yfir stelpunum.
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, messar yfir stelpunum. vísir/ksí
Kvennalandsliðslið Íslands í knattspyrnu er mætt til Portúgals, nánar tiltekið Algarve, þar sem liðið er við keppni og æfingar næstu vikuna.

Fyrsta æfing liðsins var í gær og einhverjir myndu lýsa því að á fyrstu æfingunni hefði verið hið fullkomna fótboltaveður; logn og rigning.

Ísland er í nokkuð sterkum riðli, en ásamt íslenska liðinu eru Danmörk, Holland og Japan í C-riðlinum. Fyrsti leikur Íslands er gegn Danmörku á miðvikudag.

Hér að neðan má sjá myndir sem Knattspyrnusambandið setti inn á Facebook-síðu sína frá fyrstu æfingunni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×