Erlent

Þyngri refsingar í dönskum gettóum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Lögreglumenn að störfum í Kaupmannahöfn.
Lögreglumenn að störfum í Kaupmannahöfn. Vísir/AFP
Danska ríkisstjórnin boðar nýjar aðferðir í baráttu gegn afbrotum í úthverfum þar sem glæpatíðni er há, svokölluðum gettóum. Refsingar vegna afbrota sem framin eru í gettóunum verða tvöfalt þyngri en vegna sams konar afbrota sem framin eru annars staðar.

Haft er eftir Søren Pape Poulsen dómsmálaráðherra að þyngri refsingar geti varðað skemmdarverk, þjófnað og hótanir. Það verði þó ekki ríkisstjórnin sem ákveður hvar og hvenær þyngri refsingum verður beitt, heldur lögreglustjórar á hverjum stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×