Erlent

Ensa Cosby látin

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Dætur Bills Cosby; Ensa, Erika og Evin, við veitingu Candace verðlaunanna.
Dætur Bills Cosby; Ensa, Erika og Evin, við veitingu Candace verðlaunanna. Vísir/getty
Ensa Cosby, dóttir leikarans Bill Cosby, er látin. Hún var 44 ára að aldri. Talsmaður fjölskyldunnar segir að hún hafi látist úr nýrnabilun í Massachusetts síðastliðinn föstudag.

Ensa Cosby kom einu sinni fram í hinum geysivinsæla þætti föður hennar, The Cosby Show, en síðustu ár hefur hún glímt við alvarleg veikindi. Að sögn bandarískra miðla var hún á biðlista eftir nýju nýra.

Ensa stóð þétt við hlið föðursins síðustu misseri þegar hann var ásakaður af tugum kvenna um kynferðislega áreitni og misnotkun. Sendi hún meðal annars frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði að ásakanirnar gegn föður sínum væru byggðar á kynþáttafordómum. „Faðir minn hefur verið tekinn af lífi án dóms og laga,“ sagði meðal annars í orðsendingu hennar til fjölmiðla.

Næst verður réttað í máli gegn Bill Cosby í apríl næstkomandi. Þá verður reynt að skera úr um hvort leikarinn hafi brotið kynferðislega gegn konu árið 2004, eftir að hafa byrlað henni ólyfjan.

Bill Cosby á þrjú eftirlifandi börn, systurnar Evin, Errin og Eriku. Sonur hans Ennis var myrtur árið 1997.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×