Enski boltinn

Tveggja ára martröð Saido Berahino í tölum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Saido Berahino.
Saido Berahino. Vísir/Getty
Saido Berahino var einn heitasti framherji ensku úrvalsdeildarinnar fyrir nokkrum árum en það er ekki sömu sögu að segja af honum í dag.

Saido Berahino skoraði 14 mörk fyrir West Bromwich Albion tímabilið 2014-15 þegar hann var aðeins 21 árs og allir héldu að hann ætti framtíð fyrir sér meðal bestu liða deildarinnar.

Hann hélt það líka sjálfur og vildi endilega komast í burtu frá West Bromwich Albion. Hótaði meira að segja að fara í verkfall í janúar 2016. West Brom seldi hann ekki þrátt fyrir tilboð frá Newcastle.

Berahino baðst afsökunar vegna hegðunnar sinnar en þessi tvö ár sem eru liðin síðan þá hafa verið nær ein samfelld matrtöð fyrir hann.





27. febrúar 2016 skoraði Saido Berahino þriðja mark West Brom í 3-2 sigri á Crystal Palace. Enginn bjóst við að þetta yrði síðasta mark hans á leiktíðinni hvað þá eina markið sem hann skoraði næstu tvö árin.

Berahino er nú kominn til Stoke City en hefur enn ekki tekist að skora mark. Hann er nú markalaus í 24 mánuði og hefur alls spilað í 2324 mínútur í öllum keppnum án þess að skora.

Berahino hefur meðal annars klikkað á þremur vítaspyrnum á þessum tveimur árum þar af voru tvær þeirra í leik á móti Watford í apríl 2016. Heurelho Gomes varði báðar vítaspyrnar frá honum.

Berahino tók líka vítaspyrnu 30. september síðastliðinn eftir að hafa fengið hana sjálfur. Fraser Forster, markvörður Southampton, varði hinsvegar frá honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×