Enski boltinn

Fyrir nítján árum setti hann ellefu ensk nöfn á blað og það hefur ekki gerst síðan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Gregory stillti upp sögulegu liði fyrir 19 árum.
John Gregory stillti upp sögulegu liði fyrir 19 árum. Vísir/Getty
Erlendir leikmenn hafa verið mjög áberandi í ensku úrvalsdeildinni undanfarna tvo áratugi og tölfræðiþjónustan Opta bendir á það að í dag er tímamótadagur fyrir enska leikmenn í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrir nítján árum var John Gregory, þá knattspyrnustjóri Aston Villa, síðasti stjórinn til að stilla upp ellefu manna byrjunarliði eingöngu skipað enskum leikmönnum.





John Gregory setti ellefu Englendinga í byrjunarlið sitt á móti Coventry 27. febrúar 1999. Aston Villa tapaði leiknum 4-1. Allir þrír varamenn Villa í leiknum voru líka Englendingar eða þeir Mark Draper, Gareth Barry og Stan Collymore.     

Gareth Barry er enn að spila í deildinni og er sá leikjahæsti frá upphafi. Þarna var hann þó aðeins nýorðinn átján ára gamall.

Í næsta leik Aston Villa, sem var á móti Derby, þá var Ástralinn Mark Bosnich kominn í mark Aston Villa liðsins.



Englendingarnir 11 sem byrjuðu hjá Aston Villa 27.2.1999:

Markvörður:

Michael Oakes

    

Varnarmenn:

Simon Grayson

Riccardo Scimeca

Gareth Southgate

Alan Wright

    

Miðjumenn:

Lee Hendrie

Paul Merson

Ian Taylor

Steve Watson    

Framherjar:

Dion Dublin (Skoraði mark liðsins)

Julian Joachim    




Fleiri fréttir

Sjá meira


×