Fótbolti

Herrera gæti fengið fangelsisdóm og sex ára bann frá fótbolta

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ander Herrera í leik með Manchester United fyrr í vetur.
Ander Herrera í leik með Manchester United fyrr í vetur. vísir/getty
Ander Herrera gæti þurft að sitja í fangelsi ásamt því að fara í sex ára bann frá fótbolta verði hann fundinn sekur um hagræðingu úrslita.

Saksóknarar á Spáni fara fram á tveggja ára fangelsisvist og sex ára bann frá fótbolta fyrir alla 36 leikmennina sem eru viðriðnir hagræðingarmál sem er í ferli hjá dómstólum í Valencia.

Fyrir fyrsta brot sleppa menn oftast við fangelsisvist á Spáni ef þeir eru bara dæmdir í tveggja ára fangelsi, en lögfræðingar La Liga deildarinnar hafa farið fram á að dómurinn verði lengdur í fjögur ár í fangelsi ef leikmennirnir verða dæmdir sekir.

Leikurinn sem um ræðir er viðureign Real Zaragoza, sem Herrera spilaði fyrir, og Levante í maí 2011. Zaragoza vann leikinn 2-1 og þau úrslit þýddu að Deportivo La Coruna féll úr deildinni.

Herrera hefur áður sagt að hann sé saklaus í þessu máli.

„Eins og ég sagði árið 2014, þegar málið kom fyrst upp, þá hef ég aldrei og mun aldrei koma nálægt hagræðingu úrslita,“ sagði hann fyrr í febrúarmánuði.

„Ef ég verð kallaður fyrir dómstóla þá mun ég glaður fara því ég hef ekkert að fela. Ég elska fótbolta og trúi á heiðarleika gagnvart leiknum, innan vallar sem utan.“

Réttarhöld í málinu eiga að hefjast á næsta ári. Spænskir fjölmiðlar telja að alls tengist 42 manns málinu sem allir eigi á hættu að verða dæmd fangelsisvist.


Tengdar fréttir

Herrera plan B hjá Barcelona

Spænski fjölmiðlar greina frá því að Barcelona muni horfa til Anders Herrera, miðjumanns Manchester United, takist félaginu ekki að landa Marco Verratti hjá Paris Saint-Germain.

Herrera segist ekki verðskulda fyrirliðabandið

Spænski miðjumaðurinn Ander Herrera segir það heiður að heyra nafn sitt nefnt sem einn af næstu fyrirliðum Manchester United en það sé óréttlátt þar sem hann hafi lítið unnið af titlum með félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×