Enski boltinn

Mane: Getum unnið öll lið í heiminum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mane og samherjar hans í rauða búningnum fagna marki.
Mane og samherjar hans í rauða búningnum fagna marki. vísir/getty
Sadio Mane, leikmaður Liverpool, segir að leikmenn liðsins elski að spila saman. Mane segir einnig að á góðum degi geti liðið unnið öll lið í heiminum, slíkur sé andinn í félaginu eftir nokkur mögur ár.

Liverpool hefur einungis tapað einum af síðustu nítján leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni og er einungis tveimur stigum frá Man. Utd sem eru í öðru sæti. Einnig er liðið nánast komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 5-0 sigur á Porto í fyrri leik 16-liða úrslitanna.

„Liðsandinn er góður og við erum með sjálfstraust svo ég held að við séum á góðri leið. Allir leikmennirnir eru alltaf mjög ánægðir að spila með hvorum öðrum og reynum að hjálpa hvorum öðrum og vinna sem lið,” sagði Mane.

„Mér finnst liðið vera að færast í rétta átt. Það voru nokkur erfið ár fyrir Liverpool fyrir nokkru, en það gerist fyrir öll félög í heiminum. Á þessum tímapunkti erum við á góðri leið svo allt er hægt,” sagði Senegalinn og bætti við að lokum:

„Mér finnst við bætt okkur mikið á síðustu mánuðum. Við vitum að á góðum degi getum við unnið öll lið í heiminum.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×