Enski boltinn

Var kærður en ætlar ekki að taka niður slaufuna

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Pep Guardiola með gulu slaufuna.
Pep Guardiola með gulu slaufuna. Vísir/Getty
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist ekki ætla að að taka niður gulu slaufuna þrátt fyrir að hafa verið kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ólöglegan klæðaburð.

Enska knattspyrnusambandið tilkynnti á föstudaginn að Guardiola hefði verið kærður fyrir ólöglegan klæðaburð með því að bera gula slaufu til stuðnings sjálfstæðisbaráttu Katalóníu. Er leikmönnum og þjálfurum óheimilt að auglýsa póli­tískar skoðanir sínar í kringum leiki.

Guardiola, sem er fæddur og uppalinn í Katalóníu, endurtók um helgina orð sín frá því í desember að hann myndi ekki taka niður slaufuna þótt hann hafi verið kærður fyrir hana og eigi yfir höfði sér bann eða sekt. 

Hann segir slaufuna þarna til stuðnings stjórnmálamönnum sem voru sendir í steininn fyrir aðild að sjálfstæðisbaráttu héraðsins sem sé mikilvægara en fjársektir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×