Enski boltinn

Leikir spilaðir í ensku úrvalsdeildinni í fyrirhuguðu vetrarfríi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snjókoma á Gylfa og félaga í leik Everton og Liverpool í vetur.
Snjókoma á Gylfa og félaga í leik Everton og Liverpool í vetur. Vísir/Getty
Allt bendir til þess að enska úrvalsdeildin taki upp vetrarfrí í fyrsta sinn tímabilið 2019 til 2020 og verður fyrsta vetrarfríið þá í febrúar 2020. Viðræður eru langt komnar og menn nokkuð sáttir við þá hugmynd sem er verið að vinna með.

Þetta verður hinsvegar mjög óvenjulegt vetrarfrí í samanburði við aðrar stóru deildarinnar í Evrópu. Sky Sports segir frá.

Liðin fá að minnsta kosti þrettán daga frí í febrúar 2020 en það verða samt spilaðir leikir í ensku úrvalsdeildinni allar helgar.





Fyrirkomulagið er þannig að tíu lið af tuttugu eru að spila á þessum helgum í vetrarfríinu. Tíu spila fyrri helgina en fá frí þá síðari. Þau sem frá frí á fyrri helginni spila síðan á þeirri síðari.

Þetta býr til að minnsta kosti þrettán daga frí fyrir öll liðin en á móti kemur að fimmta umferð enska bikarsins (16 liða úrslitin) mun vera færð yfir í miðja viku og þar verður hér eftir spilað til þrautar eins og í átta liða úrslitunum, undanúrslitunum og úrslitaleiknum.

Sky bendir á það að þetta sé ekki mikil breyting fyrir lið eins og Everton, Newcastle, Crystal Palace, West Ham og Watford á þessu tímabili. Þau duttu öll snemma út úr bikarnum og fengu öll þrettán daga frí í þessum febrúarmánuði.

Vetrarfríið í enska boltanum verður líka styttra en það er í öðrum löndum. Það er 19 daga frí í Skotlandi, 24 daga frá í Frakklandi, 18 daga frí á Spáni og 16 daga frá á Ítalíu. Þýska úrvalsdeildin er í fríi í einn mánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×