Enski boltinn

City-menn verða frekar uppteknir á laugardagskvöldum í apríl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Manchester City fagna sigrinum í enska deildabikarnum um síðustu helgi.
Leikmenn Manchester City fagna sigrinum í enska deildabikarnum um síðustu helgi. Vísir/Getty
Sky Sports hefur valið sér leikina sem sjónvarpsstöðin sýnir frá ensku úrvalsdeildinni í apríl en þetta þýðir að umræddir leikir hafa verið færðir til.

Allir leikir topplið Manchester City í mánuðinum verða sýndir beint þar á meðal eru tveir þeirra á laugardagskvöldum.

Manchester City mætir Manchester United klukkan 17.30 laugardaginn 7. apríl og mætir síðan Tottenham klukkan 19.45 laugardaginn 14. apríl. Hinir leikir City-liðsins fara fram á sunnudögum.

Tottenham liðið spilar bæði á föstudagskvöldi og laugardagskvöldi í fjórða mánuði ársins og þriðji Sky leikur liðsins er síðan á laugardagskvöldi.

Stuðningmenn Manchester City voru ekki alltof ánægðir með tímasetninguna á leiknum á móti Tottenham á Wembley en þar gæti lið þeirra mögulega tryggt sér titilinn.



Nágrannaslagur Everton og Liverpool fer fram klukkan 14.15 á laugardagi en það er eini Sky leikur Gylfa Þórs Sigurðssonar og félaga í apríl. Leikir Liverpool við Stoke og West Brom verða einnig sýndir á Sky í mánuðinum.

Stórleikirnir í mánuðinum verða meðal annars leikir Chelsea - West Ham (Sunnudagurinn 8. apríl), Newcastle - Arsenal (Sunnudagurinn 15. apríl) og Manchester United - Arsenal (Sunnudagurinn 29. apríl).



Leikirnir á Sky (og Stöð 2 Sport) í apríl:

Laugardagur, 7. apríl: Man City v Man Utd (17.30)*

Sunnudagur, 8. apríl: Everton v Liverpool (14.15)*

Sunnudagur, 8. apríl: Chelsea v West Ham (16.30)*

Mánudagur 9. apríl: Arsenal v Southampton (20.00)

Laugardagur, 14. apríl: Southampton v Chelsea (12.30pm)

Laugardagur, 14. apríl: Tottenham v Man City (19.45)

Sunnudagur, 15. apríl: Newcastle v Arsenal (13.30)

Sunnudagur, 15. apríl: Man Utd v West Brom (16.00)

Mánudagur 16. apríl: West Ham Utd v Stoke (20.00)

Föstudagur 20. apríl: Brighton v Tottenham (20.00)**

Sunnudagur, 22. apríl: West Brom v Liverpool (14.15)*

Sunnudagur, 22. apríl: Man City v Swansea (16.30)***

Mánudagur 23. apríl: Arsenal v West Ham Utd (20.00)****

Laugardagur, 28. apríl: Liverpool v Stoke (12.30)*

Sunnudagur, 29. apríl: West Ham v Man City (14.15)*

Sunnudagur, 29. apríl: Man Utd v Arsenal (16.30)*

Monday, April 30: Tottenham v Watford (8pm)*



* Breytist mögulega vegna leikja í Meistaradeildinni

** Breytist mögulega vegna leikja í enska bikarnum

*** Breytist mögulega vegna leikja í Meistaradeildinni og enska bikarnum

**** Breytist mögulega vegna leikja í Evrópudeildinni






Fleiri fréttir

Sjá meira


×