Enski boltinn

Krullutaktar í enska fótboltanum í gærkvöldi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmaður Peterborough United með sópinn.
Leikmaður Peterborough United með sópinn. Twitter/Peterborough United
Þeir nota ekki aðeins sópana í krullunni á Ólympíuleikunum heldur einnig í enska fótboltanum.

Steven Taylor, varnarmaður Peterborough, var með sópinn á lofti í leik liðsins á móti Walsall í ensku c-deildinni í gærkvöldi.

Það er mikið vetrarveður í Englandi og það hafði snjóað mikið á meðan leiknum stóð á ABAX Stadium í Peterborough.

Steven Taylor tók sig til að sá til þess að það sást í línurnar á vellinum svo að leikurinn gæti nú haldið áfram.







Þarna var staðan 2-1 fyrir Peterborough en dómarinn hafði kallað leikmenn af velli þar sem hann mat sem svo að það væri ekki hægt að spila við þessar aðstæður.

Taylor og fleiri sáu til þess að það var hægt að klára leikinn sem lauk með sigri Peterborough United.

Stuðningsmennirnir sungu um Steven Taylor á meðan hann sópaði línurnar í gær eins og sjá má hér fyrir neðan.







Það voru líka fleiri með sópinn á lofti í gær eins og sjá má hér fyrir neðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×