Körfubolti

Febrúarmánuður var sögulegur hjá LeBron James

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. Vísir/Getty

LeBron James náði þrennu í nótt í síðasta leik sínum í febrúar og það þýddi að þessi mánuður var einstakur á hans langa og glæsilega ferli.

LeBron James gulltryggði með þessu að hann var með þrennu að meðaltali í leik í febrúar. Því hafa aðeins þrír aðrir leikmenn afrekað í sögu NBA-deildarinnar.

LeBron James var með 31 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar í sigurleik Cleveland Cavaliers á móti Brooklyn Nets.
LeBron James endaði febrúarmánuð þar með með 27 stig, 10,5 fráköst og 10,5 stoðsendingar að meðaltali í tíu leikjum en eins og flestir vita þá skipti Cleveland stórum hluta liði síns út í þessum mánuði.

James komst þar með í úrvalshóp með þeim Oscar Robertson, Russell Westbrook og Wilt Chamberlain. Russell Westbrook er náttúrulega enn að spila en hinir spiluðu á sjöunda og áttunda áratugnum.

Cleveland yngdi vel upp í leikmannahópnum í leikmannaskiptunum í febrúar og það passaði vel fyrir LeBron James að fá fríska fætur í kringum sig. James var sjálfur með 54,6 prósent skotnýting í þessum tíu leikjum.
Leikir LeBron James í febrúar 2018:
11 stig, 9 fráköst og 9 stoðsendingar á móti Houston (tap)
25 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar á móti Orlando (tap)
37 stig, 10 fráköst og 15 stoðsendingar á móti Minnesota (sigur)
22 stig, 12 fráköst og 19 stoðsendingar á móti Atlanta (sigur)
24 stig, 8 fráköst og 10 stoðsendingar á móti Boston (sigur)
37 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar á móti Oklahoma City (sigur)
32 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar á móti Washington (tap)
18 stig, 14 fráköst og 11 stoðsendingar á móti Memphis (sigur)
33 stig, 13 fráköst og 9 stoðsendingar á móti San Antonio (tap)
31 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar á móti Brooklyn (sigur)
NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.