Erlent

Sjósund eykur líkur á ákveðnum veikindum

Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar
Mörgum finnst gott að stinga sér til sunds í sjónum við Nauthólsvík.
Mörgum finnst gott að stinga sér til sunds í sjónum við Nauthólsvík. Visir/Daníel
Rannsókn vísindamanna við Háskólann í Exeter hefur leitt í ljós að sjósund eykur líkur á ákveðnum veikindum. Rannsóknin sýnir að fólk sem stundar sjósund er 77% líklegra til að fá eyrnabólgu og 29% líklegra til að fá sníkjudýr í meltingarfæri. BBC greinir frá.

Rannsakendur skoðuðu 19 aðrar rannsóknir og tóku saman niðurstöður þeirra. Náðu rannsóknirnar samanlagt til meira en 120 þúsunda manna.

Rannsakendur vona að rannsóknin muni hjálpa til við að sýna fram á að sjósund er ekki hættulaust.

„Við viljum ekki fæla fólk frá sjóböðum, sem hefur margvísleg heilsubætandi áhrif. Hins vegar er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir áhættunni og taki upplýstar ákvarðanir,“ segir Dr. Will Gaze, sem fer fyrir rannsóknarteyminu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×