Innlent

Vegarkaflanum frá Vík í Skaftafell hefur verið lokað

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Vegagerðin hefur lokað veginum frá Vík í Skaftafell
Vegagerðin hefur lokað veginum frá Vík í Skaftafell Skjáskot/Vegagerðin
Vegarkaflanum frá Vík í Skaftafell hefur verið lokað. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er einnig lokað á Mývatns- og Möðrudalsöræfum ásamt Vopnafjarðarheiði vegna veðurs. Fjarðarheiði og Fagradal hefur einnig verið lokað. 

Í dag og fram á sunnudag verða aðstæður mjög erfiðar, gangi veðurspá eftir, og þjónusta takmörkuð þess vegna.  Vegfarendur mega gera ráð fyrir að vegir lokist fyrirvaralaust og þjónustu hætt.  Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum um færð á heimasíðu Vegagerðarinnar og í síma 1777. 



Á Suð-vesturlandi er víða hálka, hálkublettir og skafrenningur. Þæfingsfærð og éljagangur er víða austantil á Suðurlandi.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum er víða hálka eða snjóþekja á vegum. Þæfingsfærð er á Fróðárheiði. 

Á Norðurlandi er víða snjóþekja, éljagangur og snjókoma. Þæfingsfærð er á Öxnadalsheiði.

Á Austurlandi er víða snjóþekja og snjókoma. Ófært er um Vatnsskarð eystra. Krapi og éljagangur er með suð-austurströndinni. 

Yfirlit yfir hugsanlegar lokanir Vegagerðarinnar má sjá hér að neðan:  

Markarfljót – Jökulsárlón laugardagur 11:00 – sunnudagur 01:00

Hérað – Eyjafjörður (austur) laugardagur 07:00 – 18:00

Eyjafjörður (vestur) – Skagafjörður laugardagur 09:00 – 24:00

Skagafjörður – Borgarfjörður laugardagur 12:00 – sunnudagur 15:00

Snæfellsnes, Dalir laugardagur 15:00 – sunnudagur 09:00

Vestfirðir laugardagur 18:00 – sunnudagur 19:00


Tengdar fréttir

Fjarðarheiði og fagradal lokað vegna veðurs

Appelsínugul viðvörun Veðurstofu Íslands er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Suðausturland. Gul viðvörun er annars í gildi fyrir allt landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×