Enski boltinn

Lovren: Ég er einn af þeim bestu

Dagur Lárusson skrifar
Dejan Lovren
Dejan Lovren vísir/getty
Dejan Lovren, leikmaður Liverpool, segist vera sinn allra stærsti gagnrýnandi þegar hann gerir mistök í leikjum fyrir Liverpool.

Dejan Lovren hefur átt það til að vera mistækur í vörn Liverpool, og var m.a. tekinn af velli gegn Tottenham á Wembley í október eftir aðeins hálftíma leik en þar hafði hann gert nokkur stór mistök.

„Ég er minn allra stærsti gagnrýnandi þegar ég geri mistök fyrir Liverpool,“ sagði Lovren.

„Refsingin sem ég set sjálfum mér þegar ég geri mistök er að tala ekki við neinn í liðinu í tvo daga eftir leikinn. Það er bara hvernig ég tek á hlutunum.“

„Mér er alveg sama hvað öðru fólki finnst. Það sem er mikilvægt er hvað stjórinn segir vegna þess að hann er sá sem ræður. Ef hann er ánægður með mig þá er það nóg fyrir mig því þá veit ég að ég er einn af bestu varnarmönnunum í deildinni.“

„Þegar liði hefur ekki tapað í átján deildarleikjum í röð þá eru allir ánægðir með þig en um leið og maður gerir mistök þá er strax farið að gagnrýna vörnina.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×