Enski boltinn

Klopp: Van Dijk fær ekki hlýjar móttökur

Dagur Lárusson skrifar
Virgil Van Dijk
Virgil Van Dijk vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist ekki búast við því að Virgil Van Dijk fái hlýjar móttökur þegar Liverpool fer í heimsókn til Southampton í dag.

Eins og vitað er keypti Liverpool hollendinginn knáa af Southampton núna í janúar fyrir háa upphæð en Virgil Van Dijk vildi ólmur komast frá félaginu.

„Ég er ekki alveg viss. Ég efast um að móttökurnar verði eitthvað sérstaklega hlýjar ef ég á að segja satt.“

„Einhverja hluta vegna hafa stuðningsmenn Southampton alltaf tekið vel á móti Clyne. Þeir söknuðu Lallana auðvitað mikið og ég held að Sadio Mané hafi fengið ágætis móttökur.“

„Ég skil þetta ekki alveg, en þetta er samt sem áður ekkert sem ég hugsa eitthvað út í, svona er þetta bara.“

Leikur Southampton og Liverpool hefst klukkan 16:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir

Klopp: Línumaðurinn réði úrslitum

Knattspyrnustjórinn Jurgen Klopp var vægast sagt ósáttur með jafntefli sinna manna í Liverpool gegn Tottenham á Anfield í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×