Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir áhrif óveðursins sem farið hefur yfir landið undanfarin sólarhring. Miklar truflanir hafa orðið á samgöngum um allt land auk þess sem millilandaflug hefur raskast töluvert. Þá urðu tveir átta bíla árekstrar í dag.

Sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun segir unnið samkvæmt lögum þegar kemur að aldursgreiningu á tönnum. Slíkar líkamsrannsóknir hafa alltaf þótt umdeildar en þær eru aðeins gerðar þegar önnur gögn nægja ekki til að skera úr um aldur.

Sérstakt hundamálþing var haldið í gær en þar ræddu hundaeigendur um framtíðarskipulag Reykjavíkurborgar sem þeim finnst þrengja að hundaeigendum. Við heimsækjum hænuna Heiðu í fréttatímanum en hún liggur á golfkúlum í staðinn fyrir egg. Þá tökum við forskot á sæluna og fáum okkur bollu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×