Enski boltinn

Mourinho: Fótboltaguðirnir voru með villidýrunum í Newcastle í liði

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Mourinho þungur á brún í leikslok.
Mourinho þungur á brún í leikslok. Vísir / Getty
Manchester United tapaði óvænt gegn Newcastle fyrr í dag 1-0  og missti þar með af dýrmætum stigum í baráttunni um annað sætið í ensku úrvalsdeildinni. 

Þjálfari liðsins, Jose Mourinho, var þrátt fyrir það ekki óanægður með spilamennsku sinna manna í viðtali við Sky í leikslok. Sagði hann að sínir menn hafi reynt sitt besta en fótboltaguðirnir hafi einfaldlega verið með villidýrunum” í Newcastle í liði.

Til að fyrirbyggja allan misskilning var Mourinho fljótur að tiltaka að þetta væri meint sem hrós. Hann hefði verið mjög hrifinn af baráttuanda Newcastle liðsins í leiknum. 

„Fótboltaguðirnir voru með þeim í liði í dag og þetta féll ekki með okkur. Leikmenn Newcastle gáfu allt sem þeir höfðu og börðust eins og villidýr. Ég vona að þeir taki því sem ég segi sem hrósi. Við gerðum ein varnarmistök sem voru okkur dýrkeypt,” sagði Mourinho. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×