Innlent

Samstarf við Suður-Kóreu í menntamálum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra. VÍSIR/STEFÁN
Menntamálaráðherrar Íslands og Suður-Kóreu ákváðu á fundi í Seúl í gær að hefja samstarf á milli ráðuneytanna „með það að leiðarljósi að efla menntun, rannsóknir og þróun“. Lýstu ráðherrarnir jafnframt yfir vilja til að auka samstarf um skiptinám enn frekar.

„Stjórnvöld leggja mikla áherslu á samkeppnishæft starfsumhverfi fyrir kennara. Að auki er mikil símenntun hjá kennurum sem tekur mið af þeim hröðu tæknibreytingum sem eru að eiga sér stað,“ sagði Kim Sang-Kon, menntamálaráðherra Suður-Kóreu, á fundinum.

„Það er mikilvægt að styrkja alla umgjörð í kringum kennarastarfið og fara í markvissar aðgerðir til að takast á við þann mikla kennaraskort sem blasir við að öðru óbreyttu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.




Tengdar fréttir

Íslenskir skólar fá „algjöra falleinkunn“

Runólfur Ágústsson, fyrrverandi rektor háskólans á Bifröst, segir það mikið áhyggjuefni að frammistaða íslenskra grunnskóla hafi ekki batnað neitt frá árinu 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×