Innlent

Hænan Heiða lá á golfkúlum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Hænan Heiða sem á nú níu unga lá á golfkúlum áður en ungarnir fæddust. Ástæðan er sú að hún reyndi alltaf að éta eggin sem hún lá á eftir að hafa brotið þau með gogginum.

Þegar hún áttaði sig á því að golfkúlurnar brotnuðu ekki þá hætti hún að gogga í þær. Þá voru sett frjóvguð egg undir hana sem öll klöktust út.

Álfheiður Ólafsdóttir er með nokkrar hænur í hænsnakofanum sínum í Þorláksshöfn, allt fallegar og gæfar hænur. Hænan Heiða er þó drottningin í hópnum, einstaklega gæf og góð. Nú er hún nýkomin með níu unga sem hún hugsar vel um.

„Hún er bara algjör snillingur, algjör mamma. Hún fékk ellefu egg til að unga út og stendur sig alveg eins og hetja. Hætti ekki fyrr en það voru komnir níu ungar,“ segir Álfheiður.

En hvað með þessar golfkúlur hérna?

Hænan voru að éta undan sér eggjunum. Þegar ég fór að spyrjast fyrir um hvað ég ætti að gera var mér ráðlagt þetta, að setja golfkúlur undir hænurnar í varpkassanna og þegar þær gogga í golfkúlurnar verða þær fyrir miklum vonbrigðum. Það er ekki hægt að éta þær. Heiða var alveg í því að liggja á golfkúlum og ekkert gerðist

Þá sett Álfheiður 11 frjófguð egg undir Heiðu, níu ungar klöktustu út, tvö voru fúlegg. En hvað gefur það Álfheiði að vera með hænur?

„Það gefur manni svo mikið. Þær eru yndislegar. Við heimsækjum þær á hverju kvöldi og bjóðum þeim góða nótt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×