Enski boltinn

Gylfi í liði vikunnar hjá BBC

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Gylfi fagnar markinu laglega sem hann skoraði gegn Crystal Palace.
Gylfi fagnar markinu laglega sem hann skoraði gegn Crystal Palace. Vísir / Getty
Gylfi Þór Sigurðsson átti einn sinn besta leik í búningi Everton í gær þegar að liðið vann Crystal Palace 3-1. Var hann allt í öllu í sigri Everton; skoraði fyrsta markið og lagði það þriðja upp fyrir Tom Davies. 

Frammistaða Gylfa var það góð að hann er í liði vikunnar hjá BBC sport, sem sérfræðingurinn Garth Crooks velur.

Samherjar Gylfa í því liði eru ekki af verri endanum eins og sjá má hér að neðan. 

Markvörður: Mark Ryan (Bring­ht­on).

Varn­ar­menn: Virgil van Dijk (Li­verpool), Jan Vert­hong­hen (Totten­ham) og Pablo Za­baleta (West Ham).

Miðju­menn: Gylfi Þór Sig­urðsson (Evert­on), Kevin de Bruyne (Manchester City), Mar­ko Arnautovic (West Ham), Jose Izquier­do (Bright­on). 

Sókn­ar­menn: Harry Kane (Totten­ham), Mohamed Salah (Li­verpool) og Sergio Agüero (Manchester City). 

Sergio Aguero var að sjálfsögðu valinn besti leikmaður umferðarinnar enda ekki oft sem að leikmanni tekst að skora fjögur mörk í einum og sama leiknum í ensku úrvalsdeildinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×