Enski boltinn

Vardy er efstur á listanum en sjáið hvar Gylfi er

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jamie Vardy, framherji Leicester City var um helgina enn á ný á skotskónum á móti bestu liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Þessi snaggaralegi leikamður hefur nú skorað 23 mörk í 43 leikjum á móti risunum sex í deildinni sem er frábær tölfræði.

Ensku miðlarnir voru að sjálfsögðu með þetta á hreinu og birtu tölfræðina um frábæran árangur Vardy í stóru leikjunum. Þeir settu við það tilefni saman lista yfir þá leikmenn sem hafa skorað mest á móti bestu liðunum. Það voru hinsvegar fleiri öflugir leikmenn en Vardy á listanum og efsti miðjumaðurinn kom frá Íslandi.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur nefnilega lagt í vana sinn að skora á móti risum ensku úrvalsdeildarinnar síðustu ár og þrátt fyrir að vera ekki í hóp markahæstu leikmanna talið frá ágúst 2014 þá er Gylfi í fimmta sæti yfir markaskorun á móti topp sex liðunum.





Gylfi hefur skorað 12 mörk á móti Chelsea, Manchester United, Manchester City, Arsenal, Tottenham eða Liverpool. Það eru aðeins Jamie Vardy og framherjarnir Sergio Agüero, Harry Kane og Sadio Mane sem hafa gert betur frá haustinu 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×