Enski boltinn

Pardew vorkennir Conte

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alan Pardew hefur stýrt þó nokkrum liðum í enska boltanum
Alan Pardew hefur stýrt þó nokkrum liðum í enska boltanum vísir/getty
Alan Pardew, knattspyrnustjóri West Bromwich Albion, segist vorkenna kollega sínum hjá Chelsea, Antonio Conte.

Það er orðið heitt undir sæti Conte eftir tvö stór töp í röð, 3-0 á heimavelli gegn Bournemouth og 4-1 á útivelli gegn Watford.

„Ég finn til með honum. Hann stóð sig frábærlega á síðata tímabili og ég held hann hafi ekki breyst mikið,“ sagði Pardew en Conte gerði Chelsea að Englandsmeisturum síðasta vetur.

„Kannski eru gæðin hjá andstæðingunum orðin meiri eða leikmennirnir ekki eins stöðugir og þeir voru í fyrra en það er ekki hægt að tala gegn ferilskránni hans.“

„Hann hefur þurft að eiga við meiðsli og leikirnir hafa ekki verið að falla með þeim. Það er svo mikilvægt að ná upp góðu formi upp á sjálfstraustið,“ sagði Pardew.

Chelsea og WBA mætast í lokaleik 27. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar á Stamford Bridge í kvöld. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×