Enski boltinn

Messan fjallar um Gylfa: Það sást í þessum leik að Gylfa líður vel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Messustrákarnir ræða Gylfa.
Messustrákarnir ræða Gylfa. Stöð 2 Sport
Gylfi Þór Sigurðsson átti flottan leik um helgina þegar Everton vann 3-1 sigur á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði eitt mark, lagði upp annað og átti þátt í því þriðja.

Strákarnir í Messunni ræddu frammistöðu Gylfa og hvað þetta þýðir fyrir hann hjá Everton nú þegar hann virðist vera búinn að koma sér vel fyrir á Goodison Park.

„Gylfi var kosinn maður leiksins af stuðningsmönnum,“ sagði Ríkharð Guðnason, umsjónarmaður Messunnar, og Ríkharður Daðason tók undir það: „Hann á það skilið. Hann er þátttakandi í báðum hinum mörkunum og í raun má segja að hann leggi upp síðasta markið,“ sagði Ríkarður.

„Hann er rólegur og yfirvegaður í markinu sínu,“ sagði Bjarni Guðjónsson.

„Það er eðlilegt og frábært fyrir Gylfa. Það sást í þessum leik að þegar Gylfa líður vel þá er hann á endalausri hreyfingu. Þarna líður honum greinilega vel því hann er á þessari heyfingu og upp úr því koma markið hans og stoðsendingin í síðasta markinu, sagði Ríkharður Daðason.

„Hann er að hlaupa og þá er hann fyrstur á staðinn þegar það gerist eitthvað gott,“ sagði Ríkharður.

Það má finna alla umfjöllunina um Gylfa í spilaranum hér fyrir neðan.

Messan um Gylfa Þór Sigurðsson á móti Crystal Palace



Fleiri fréttir

Sjá meira


×